OUT OF YOUR GOURD PUMPKIN PORTER
Red Hook Pumpkin Porter bjórinn valinn besti „seasonal“ bjórinn
Ástríðukokkurinn og bjór- og viskí áhugamaðurinn Sindri Þór heldur úti matarblogginu Matviss. Bloggið er skemmtilegt lífstílsblogg sem fjallar um mat og drykk í bland.
Nýlega voru nokkrir októberbjórar smakkaðir og dæmdir af álitsgjöfum síðunnar, þar á meðal var OUT OF YOUR GOURD PUMPKIN PORTER frá Red Hook, sem við hjá Víntríó höfum einmitt umboð fyrir.
Bjórinn var – valinn besti „seasonal“ bjórinn og fékk eftirfarandi umsögn.
Virkilega fallegur í glasi í sönnum Porter stíl. Mikill í nefi með sterkan kryddprófíl. Skemmtilega hátíðlegur, nett sætur með hæfilega beiskju og gott jafnvægi í þessum sætu kryddum á borð við all spice og negul. Sindri segir: Væri frábær með þakkargjörðarmáltíð. Pétur segir: Væri til í að deila þessum með einhverjum á köldu vetrarkvöldi.
Hér má lesa meira um bjórsmökkun Matviss. Við þökkum þeim fallegan dóm og erum hjartanlega sammála.